Firefox

Já, það er hægt að fá Chrome í Linux en maður sleppur ekki undan Microsoft til þess að fara beint í klærnar á Google. Firefox er með ótal viðbótum, t.d. stuðning við stafssetningarvilluleitarviðbót á íslensku.

Scribus

Ég hef notað Scribus þegar ég er að búa til prentskjöl fyrir spilin mín. Það er smá kúrva (ekki pólskusletta) að læra á það en það getur ótrúlega margt. Það er hægt að vinna bækur, veggspjöld og flest önnur prentskjöl í Scribus.