Ekki fara á netið að leita að forritum. Opnaðu hugbúnaðarumsýslukerfið og leitaðu þar. Þetta minnir töluvert á snjallsíma eða spjaldtölvur. Yfirleitt kosta þessi forrit ekki neitt en bjóða oft upp á að styrkja höfunda forritsins. Það er hægt að setja inn forrit á annan hátt en ef þú hefur ekki á áhuga á fikti þá er best að nota leiðina sem stýrikerfið býður upp á.
Í Linux er yfirleitt ekkert hægt að stjórna hvar í skráarkerfinu forritið er sett upp og almennt þá þarftu ekkert að vita hvar þau eru geymd.
Kerfið sér líka um að uppfæra forritin þín og stýrikerfið. En það spyr alltaf fyrst. Það er líka mjög ólíklegt að þú þurfir að endurræsa tölvuna eftir uppfærslur en ef kerfið þarf að endurræsa sig þá getur þú alltaf sagt nei.