LibreOffice

Ég nota LibreOffice frekar af því að mér líkaði aldrei sérstaklega vel við þær útlitsbreytingar sem urðu á MS Office fyrir rúmum áratug síðan. LibreOffice virkar örugglega gamaldags ef fólk er of vant nýja MS Office en það getur unnið flest verkefni jafn vel. LibreOffice getur líka unnið með nær öll skjöl frá Microsoft.