Stýrikerfi

Það eru til mörg Linux-stýrikerfi og þau stýrikerfi eru til í mörgum útgáfum. Hérna eru grunnupplýsingar um nokkur þeirra.

 • UbuntuUbuntu

  Ubuntu er líklega útbreiddasta tegundin og kemur í nokkrum afbrigðum. Ubuntu var leiðandi í að gera Linux notendavænt. Kerfið hrapaði reyndar í vinsældum fyrir nokkrum árum vegna umdeildra breytinga (Unity) en núna er þetta vonandi á betri leið.

 • Linux MintLinux Mint

  Linux Mint byggir að miklu leyti á Ubuntu. Það varð nokkuð vinsælt fyrir nokkrum árum. Skýringin er líklega sú að fólk sem þoldi ekki Unity ákvað að skipta og um leið þá passaði kerfið ágætlega fyrir þá sem höfðu vanist Windows XP og vildu ekki skipta í 7, 8 eða 10.

 • MX LinuxMX Linux

  Þetta er frekar nýleg Linux-útgáfa en er ákaflega létt og lipur. Ég væri miklu líklegri að færa mig í hana heldur en t.d. Elementary.

 • Ubuntu StudioUbuntu Studio

  Þessi Ubuntuútgáfa er sérhönnuð með allskonar tól fyrir fyrir allskonar sköpun. Ég myndi vilja setja þetta kerfi inn í tölvur í öllum skólum. Þarna eru forrit til að klippa myndbönd, taka upp, myndvinnsla, teikning, búa til tónlist og allt annað.

 • LubuntuLubuntu

  Lubuntu er létt útgáfa af Ubuntu sem ég hef notað á gamlar og aflitlar tölvur. Það þarf ákaflega lítið til að keyra Lubuntu.

 • Elementary OSElementary OS

  Elementary er ákaflega vinsælt í dag. Það mætti kalla það nútímalegt. Það minnir eiginlega frekar á Apple en Windows. Það fylgja ekki mörg forrit með í upphafi en það er auðvitað hægt að bjarga því fljótt og örugglega.