Ef þú þarft að breyta myndbandi úr einni tegund í aðra eða „rippa“ DVD safnið þitt þá notarðu Handbrake.
Tag: Myndbönd
VLC
Ef þú vilt spila myndbönd þá notar þú VLC. Ekkert flóknara en það. VLC spilar auðvitað líka tónlist.
OBS – Open Broadcaster Software
Ef þig langar til að verða Youtube-stjarna þá er OBS tólið fyrir þig. Það er hægt að blanda saman skjölum, skjáupptöku, vefmyndavélum, öðrum myndavélum, mismunandi hljóðrásum og nota flýtihnappa til að skipta á milli. Það er líka ákaflega auðvelt að læra á það.
Halda áfram að lesa: OBS – Open Broadcaster SoftwareKdenlive
Kdenlive er klippiforritið sem ég nota þegar ég er að vinna myndbönd. Það tekur kannski tíma að breyta vinnuferli sínu og læra á forritið en það getur ótal margt.