Sigil er forrit til að búa til og breyta rafbókum á Epub sniði. Forritið er sérlega öflugt og getur leyst flest verkefni sem tengjast rafbókagerð.
Halda áfram að lesa: SigilCategory: Forrit
Calibre
Calibre er besta forritið til þess að sjá um rafbókasöfn einstaklinga. Forritið gerir notendum auðvelt að skrá upplýsingar um bækurnar eða sækja þær í ýmis gagnasöfn. Calibre getur breytt rafbókum úr einu formi í annað, t.d. úr ePub (opna forminu) í Mobi (sem hentar Kindle).
Halda áfram að lesa: CalibreVivaldi
Arftaki Opera að mörgu leyti þó sá fyrrnefndi sé enn í fullu fjöri.
Opera
Gamall vafri og góður. Ennþá skemmtilegur.
Brave
Ef þú hefur áhyggjur af persónulegum upplýsingum þá er Brave kannski fyrir þig. Vafrinn getur keyrt upp Tor í sérglugga þegar þú vilt algjört næði.
Pale Moon
Frjálsari „útgáfa“ af Firefox. Færri viðbætur samt þó oft sé hægt að fara krókaleiðir til að setja þær inn.
Firefox
Já, það er hægt að fá Chrome í Linux en maður sleppur ekki undan Microsoft til þess að fara beint í klærnar á Google. Firefox er með ótal viðbótum, t.d. stuðning við stafssetningarvilluleitarviðbót á íslensku.
WineHQ
Ef þig langar að keyra Windows forrit í Linux þá er alltaf hægt að prufa WineHQ. Það virkar oft en ekki alltaf. En það er haldið ágætt bókhald yfir hvað virkar og hvað ekki.
VirtualBox
Settu upp sýndarvélar til að prufa eða keyra stýrikerfi eða forrit sem virka bara í þeim stýrikerfum.
Scribus
Ég hef notað Scribus þegar ég er að búa til prentskjöl fyrir spilin mín. Það er smá kúrva (ekki pólskusletta) að læra á það en það getur ótrúlega margt. Það er hægt að vinna bækur, veggspjöld og flest önnur prentskjöl í Scribus.