Calibre er besta forritið til þess að sjá um rafbókasöfn einstaklinga. Forritið gerir notendum auðvelt að skrá upplýsingar um bækurnar eða sækja þær í ýmis gagnasöfn. Calibre getur breytt rafbókum úr einu formi í annað, t.d. úr ePub (opna forminu) í Mobi (sem hentar Kindle).
Það eru til fjölmargar viðbætur fyrir Calibre. Með þessum viðbótum er hægt að flest sem notendur vilja geta gert við rafbækurnar sínar.