Linux Mint

Linux Mint byggir að miklu leyti á Ubuntu. Það varð nokkuð vinsælt fyrir nokkrum árum. Skýringin er líklega sú að fólk sem þoldi ekki Unity ákvað að skipta og um leið þá passaði kerfið ágætlega fyrir þá sem höfðu vanist Windows XP og vildu ekki skipta í 7, 8 eða 10.

Linux Mint byggir á stöðugleika. Það er ekki mest spennandi. Það bara virkar. Ég hef notað það síðan frá því ég skipti endanlega yfir úr Windows. Augljóslega er Mint uppáhaldið mitt þó hver þurfi að velja fyrir sig.

Ég byrjaði í Mate útgáfunni og færði mig síðan í Cinnamon. LMDE er ekki jafn fínpússuð og er meira fyrir lengra komna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *