Ubuntu er líklega útbreiddasta tegundin og kemur í nokkrum afbrigðum. Ubuntu var leiðandi í að gera Linux notendavænt. Kerfið hrapaði reyndar í vinsældum fyrir nokkrum árum vegna umdeildra breytinga (Unity) en núna er þetta vonandi á betri leið.
Ubuntu, er eins og flest notendavænni Linuxkerfi, ekki byggt á hreinni hugsjón frjáls hugbúnaðar. Þú færð á mjög einfaldan hátt aðgang að allskonar tólum sem eru ekki „frjáls“ í grunninn en eru eiginlega nauðsynleg í daglegri notkun.
Útgáfur merktar „LTS“ eru með langtímastuðningi þannig að maður getur sett þær inn og treyst á að geta notað í mörg ár án þess að þurfa að setja inn nýja útgáfu.