Ef þú vilt nota tölvupóstforrit þá er Thunderbird best, getur flest en er alræmt fyrir að vera ljótt.
Category: Forrit
PlayOnLinux
PlayOnLinux er notað til að setja upp Windows leiki, og margt fleira, á Linux. Það byggir á Wine, líkt og Proton, og hefur misst stöðu sína nokkuð undanfarið.
Steam/Proton
Steam hefur sífellt verið að auka stuðninginn við Linux. Með Proton, sem er sérsniðin leikjaútgáfa af Wine, þá eru margir tölvuleikjaspilarar farnir að skipta yfir.
Handbrake
Ef þú þarft að breyta myndbandi úr einni tegund í aðra eða „rippa“ DVD safnið þitt þá notarðu Handbrake.
VLC
Ef þú vilt spila myndbönd þá notar þú VLC. Ekkert flóknara en það. VLC spilar auðvitað líka tónlist.
Musescore
Þarftu að skrifa upp nótur eða búa til midi-skrár? Þá er Musescore fínt tól. Ég kann ekki nótnalestur en með því að skrá nóturnar í Musescore (og með smá kennslu frá tónlistarfólki) þá gat ég látið forritið spila fyrir mig þjóðlög úr bók Bjarna Þorsteinssonar.
Darktable
Darktable er ljósmyndavinnsla fyrir lengra komna.
Digikam
Í dag eiga nær allir tugþúsundir stafrænna mynda en enga leið til að halda utan um safnið sitt. Digikam er forritið sem þig vantar. Myndasafnið þitt verður dýrmætara með að skrá upplýsingar um það.
Halda áfram að lesa: DigikamKarbon
Ef þú ert, eins og ég, með óstöðugar hendur eða óvanur teiknari þá er Karbon skemmtilegt tól til að vinna með það litla sem þú hefur og búa til línuteikningar. Forritið er líka með allskonar fídusa fyrir ákveðnar sérþarfir. Síðan er hægt að vinna myndirnar meira í Inkscape eða öðrum forritum.
Inkscape
Ef þú vilt breyta myndum í vektormyndir (svg) eða vinna með slíkar myndir þá þarftu Inkscape. Ef þú veist ekki hvað ég er að tala um þá er alveg rosalega gaman að fikta í Inkscape.