Þetta er til að mála og teikna, einfalt að læra á það en um leið miklu færri fídusar en í Krita. Flott fyrir krakka.
Category: Forrit
Krita
Krita er til að kríta, næstum því. Ef þú átt t.d. teiknispjald og ætlar að teikna eða mála þá er Krita fyrir þig. Það eru samt hægt að gera fleira í Krita og margir eru frekar farnir að nota það meira en Gimp. En saman eru þessi forrit mjög öflugur pakki.
Gimp
Gimp hefur verið staðlaða myndvinnsluforritið í frjálsa/opna hugbúnaðarheiminum mjög lengi. Ef þú vilt laga til myndir, fjarlægja bakgrunna, setja saman myndir og flest sem þér dettur í hug þá getur Gimp gert það.
Halda áfram að lesa: GimpOBS – Open Broadcaster Software
Ef þig langar til að verða Youtube-stjarna þá er OBS tólið fyrir þig. Það er hægt að blanda saman skjölum, skjáupptöku, vefmyndavélum, öðrum myndavélum, mismunandi hljóðrásum og nota flýtihnappa til að skipta á milli. Það er líka ákaflega auðvelt að læra á það.
Halda áfram að lesa: OBS – Open Broadcaster SoftwareKdenlive
Kdenlive er klippiforritið sem ég nota þegar ég er að vinna myndbönd. Það tekur kannski tíma að breyta vinnuferli sínu og læra á forritið en það getur ótal margt.
Audacity
Audacity er hljóðvinnsluforritið. Útlitslega er það ekki fallegast en það getur gert flest sem manni dettur í hug.
LibreOffice
Ég nota LibreOffice frekar af því að mér líkaði aldrei sérstaklega vel við þær útlitsbreytingar sem urðu á MS Office fyrir rúmum áratug síðan. LibreOffice virkar örugglega gamaldags ef fólk er of vant nýja MS Office en það getur unnið flest verkefni jafn vel. LibreOffice getur líka unnið með nær öll skjöl frá Microsoft.
WPS Office
Ég nota ekki WPS Office en það er mjög vinsælt hjá þeim sem vilja halda sig við svipað umhverfi og Microsoft er með í dag. Það er líka lögð sérstök áhersla á að geta unnið með skjöl frá MS Office.